top of page

Agnetha Fältskog

Söngkona

Hún var sögð hafa sterka og fallega rödd sem gefur ABBA ákveðin blæ. Áður en hún gekk í lið við ABBA var hún sjálf unglingastjarna í Svíðþjóð. Hún samdi sín eigin lög sem fólki fannst sérstaklega gott, eitt af lögunum hennar sem urðu vinsæl var lagið "Jag var så kär" en eftir að hún byrjaði í ABBA samdi hún ekki lög. Agnetha gekk ekki formlega inn í hópinn fyrr en árið 1976. Hún var alltaf óviss um ABBA vegna þess að hún átti miklu erfiðara með frægðina en hinir meðlimirnir. Enda var það hún sem var mest umtöluð af miðlum um líkama hennar, fólk talaði endalaust um rassin hennar sem var sagður vera flottastur í Evrópu. Persónulífið hennar var endalaust talað um og ýkt gífurlega. Þetta fór alveg með Agnethu og hún viðurkennir mörgum árum seinna hvað ABBA tíminn hafði verið algjör martröð fyrir hana. Eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn vildi hún ekkert meira en að vera með börnunun sínum og gerast heimavinnandi húsmóðir. En endalausu tónleikaferðalögin gerðu það að verkum að hún sá kannski ekki börnin sín í allt að 2 vikur, uppá þetta kom gríðarleg flughræðsla sem gerði allt helmingi erfiðara. Í dag hefur hún ekki flogið í meira en 20 ár og er dauðhrædd ef einhver fjölskyldumeðlimana sinna flýgur. Langi tíminn frá börnunum og kvíðinn uppá sviðinu gerði hana mjög sorgmædda og reiða, hún var með stórt skap og henni fannst hún frekar eiga heima í stúdíóinu heldur en á sviðinu. Hinir meðlimir hljómsveitarinnar liðu ekki eins og Agnethu, þeim fannst gaman að koma fram sem skapaði oft rifrildi í hópnum. Eftir að ABBA splundraðist og hætti viðurkenndi hún að henni leið strax miklu betur andlega.  En núna býr hún uppí sveit í norður Svíðþjóð með fullt af hestum og vill helst vera ein.

agnetha.jpg
Agnetha Fältskog: Band Members
bottom of page