top of page

Anni-Frid Lyngstad
(Frida)

Söngkona

Ekki er hægt að segja að Abba sé alsænskt þar sem að Frida er að hálfu leiti norsk og hálfu leiti þýsk. Hún ólst þó upp með ömmu sinni í Svíþjóð eftir að mamma hennar dó og pabbi hennar flutti heim til Þýskalands. Fljótlega kom í ljós að Frida væri mjög söngelsk og kom fyrst fram 10 ára gömul. Sem 13 ára gömul byrjaði hún að syngja með danshljómsveit á böllum í nágrenninu. Hún var lengi í þeirri hljómsveit og eftir loknu gagnfræðiprófi varð söngurinn að atvinnu hennar. Frida giftist Ragnari Fredriksson sem var einn meðlimur í  hópnum og eignuðust þau tvö börn saman, þau Lise-Lotte og Hans. Hjónin stofnuðu eigin hljómsveit að nafni "Anni-Frid Four" sem starfaði í mörg ár. Frida vann talsvert af keppnum dægurlagasöngvara sem hvatti hana til söngnáms. 
Eitt kvöld var Frida kynnt í sænska sjónvarpsþættinum "Hylands Hörna". Sama dag var skipt yfir í hægri umferð í Svíþjóð og var fólk þess vegna hvatt til þess að dvelja inni hjá sér. Gríðarlega margir voru að horfa og þegar hún vaknaði næsta dag var hún orðin landsfræg. Lagið sem hún flutti, "En ledig dag" rauk upp vinsældalistann.
1969 skildu Ragnar og Frida og sama ár trúlofaðist hún Benny Andersson sem hún hafði hitt í Málmey. Næsta lagið hennar á vinsældalistanum var eftir Benny Andersson.

Frida.jpg
Anni-Frid Lyngstad: Band Members
bottom of page