top of page

Björn Ulvaeus

Gítarspilari / Lagahöfundur

Björn Christian Ulvaeus fæddist 25.apríl 1945 í Gautaborg og fluttist síðan til Västervik og ólst þar upp. Hann var mjög áhugasamur um tónlist frá ungum aldri. Um leið og hann fékk fyrsta gítarinn sinn var hann strax byrjaður að semja og spila með ýmsum hljómsveitum.  Hann keppti í útvarps samkeppni "Plats på scen" árið 1963 með hljómsveitinni  "Westbay Singers". Úr þessari keppni breytti hljómsveitin nafninu sínu í Hootenanny Singers. Þessir fjórir drengir gáfu saman út plötu saman sem gerði þá fræga á augabragði í Svíðþjóð. Þeir fóru í tónleikaferðir um Svíþjóð í einhvern tíma. En erfitt var að halda hljómsveitinni saman vegna þess að sumir fengu framhaldsmenntun sem þeir vildu nota. Hljómsveitin hélt þó áfram að gefa út. Þegar Björn kynntist Benny byrjuðu þeir strax að semja. Björn samdi öll lög ABBA ásamt Benny. Björn bjó allt sitt líf í Svíþjóð þrátt fyrir frægðina, hann vildi lifa eðlilegu lífi og vera í friði. Konan hans Agnetha var sammála því. Hann var með stórt skap og tók því mjög nærri sér ef fólk dæmdi tónlist hans  og tók stundum reiðisköst eftir blaðamannafundi ef einhver blaðamaður hafði verið dónalegur.  En hann svaraði alltaf með virðingu en á bakvið tjöldin gat hann misst sig.

björn.jpg
Björn Ulvaeus: Band Members
bottom of page